Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Böðvar og félagar hársbreidd frá því að tryggja sér Evrópusæti

Böðvar Böðvarsson lék allan tímann með Jagiellonia Bialystok sem fór með 1-0 heimasigur af hólmi í Póllandi í kvöld.

Böðvar Böðvarsson lék allan tímann með liðu sínu Jagiellonia Bialystok sem fór með 1-0 heimasigur af hólmi gegn Legia Warszawa í efra umspili pólsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Böðvar, sem var mikið á varamannabekknum í vetur, hefur nú unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Jagiellonia en hann var í kvöld að byrja sinn sjöunda leik í röð.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í kvöld en það var varnarmaður Legia Warszawa sem varð fyrir því óláni að skora í eigið net.

Böðvar og félagar í Jagiellonia eru í 4. sæti í efra umspili pólsku úrvalsdeildarinnar með 57 stig þegar aðeins ein umferð er eftir í riðlinum. 4. sætið gefur umspilssæti í Evrópudeildinni að ári.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun