Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Böðvar lék í sigri

Böðvar og félagar hans í Jagiellonia unnu 0-1 útisigur í pólsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jagiellonia Bialystok lagði Cracovia, 0-1, að velli í efra umspili pólsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Jagiellonia í leiknum og lék allan tímann í stöðu vinstri bakvarðar.

Jesus Imaz, leikmaður Jagiellonia, skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu. 0-1 útisigur hjá Jagiellonia.

Liðin voru í kvöld að mætast í efra umspili pólsku úrvalsdeildarinnar sem nú er nýhafið. Efstu átta liðin frá því í vetur leika í efra umspilinu um pólska meistaratitilinn á meðan neðstu átta eru í fall-umspili.

Böðvar og félagar hans í Jagiellonia eru í fjórða sætinu í efra umspilinu með 51 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun