Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Böðvar í efra umspilið – Adam spilaði í sigri

Böðvar og Adam Örn voru báðir í sigurliðum í pólsku úrvalsdeildinni í dag.

Tveir Íslendingar voru í sigurliðum þegar síðasta umferðin fór fram í pólsku úrvalsdeildinni í dag.

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Jagiellonia Bialystok og lék allan tímann í stöðu vinstri bakvarðar í 0-2 útisigri liðsins gegn Lech Poznan.

Öll sextán liðin í pólsku úrvalsdeildin hafa nú leikið alla sína hefðbundnu þrjátíu leiki á leiktíðinni en á næstu vikum tekur við umspil í deildinni. Efstu átta liðin munu leika í umspili um meistaratitilinn á meðan neðstu átta fara í fall-umspil.

Lið Böðvars, Jagiellonia, tryggði sér sæti í efra umspilinu með sigrinum í dag. Liðið endaði í 6. sæti með 47 stig.

Adam Örn Arnarson var hinn Íslendingurinn sem var í eldlínunni í deildinni með liði sínu Gornik Zabrze. Lið hans hrósaði 0-1 útisigri gegn Slask Wroclaw og Adam kom inn á sem varamaður í leiknum og lék síðasta hálftímann.

Þetta var sjöundi leikur Adams í deildinni með Górnik Zabrze en hann gekk í raðir félagsins í byrjun febrúar og gerði eins og hálfs árs samning.

Gornik Zabrze endaði í 12. sæti deildarinnar og mun leika í fall-umspilinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun