Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Böðvar í byrjunarliðinu annan leikinn í röð

Böðvar Böðvars­son var í kvöld í byrj­un­arliði Jagiellona og lék í 66. mínútur gegn Slask Wroclaw í pólsku efstu deild­inni.

ÍV/Getty

Böðvar Böðvars­son var í kvöld í byrj­un­arliði Jagiellona og lék í 66. mínútur gegn Slask Wroclaw í pólsku efstu deild­inni. Þetta var hans annar byrjunarliðsleikur í röð með félaginu.

Böðvar hefur á leiktíðinni þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu með Jagiellona en eftir leikinn í kvöld hefur hann nú komið alls níu sinnum við sögu á leiktíðinni.

Jagiellonia situr í fjórða sæti deildarinnar með 40 stig og allt bendir til þess að liðið tryggi sér sæti í umspilskeppni um pólska meistaratitilinn. Efstu átta liðin í deildinni munu keppast um titilinn í deildinni og neðstu átta liðin fara svo í umspilskeppni þar sem skorið verður úr hvaða lið falla niður um deild.

Næsti leikur félagsins er á þriðjudaginn í pólsku bikarkeppnni og það má búast við því að Böðvar verði einnig í byrjunarliðinu í þeim leik.

Lið Adams Arnar Arnarsonar, Gornik Zabrze, beið svo lægri hlut fyrir Piast Cliwice, 0-2, í kvöld, en Adam sat allan tímann á varamannabekknum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun