Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Böðvar í bikarúrslit

Böðvar Böðvarsson og liðsfélagar hans í Jagiellonia tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik pólsku bikarkeppninnar.

ÍV/Getty

Böðvar Böðvarsson og samherjar hans í Jagiellonia eru komn­ir í úr­slit pólska bik­ars­ins eft­ir 2-1 sig­ur á Legnica í undanúr­slit­un­um í kvöld. Böðvar var í byrjunarliði Jagiellonia og spilaði allan leikinn.

Í leikhléi var staðan markalaus en Jagiellonia skoraði fyrsta mark leiksins eftir klukkutíma leik. Rúmum tuttugu mínútum síðar jafnaði Legnica metin í 1-1. Það stefndi í framlengingu en allt kom fyrir ekki. Taras Romanczuk skoraði í uppbótartíma eftir venjulegan leiktíma og tryggði Böðvari og samherjum hans í Jagiellonia sæti í úrslitum keppninnar.

Jagiellonia mun í úrslitum keppninnar mæta annað hvort Raków Częstochowa eða Lechia Gdańs, sem mætast í hinum undanúr­slitaleiknum á morgun.

Jagiellonia situr í sjötta sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 44 stig og ef fram heldur sem horfir þá mun liðið tryggja sér sæti í umspilskeppni um pólska meistaratitilinn.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun