Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Böðvar fær mikið hrós í Póllandi

Böðvar fær góða dóma fyrir frammistöðu sína um helgina þrátt fyrir að lið hans hafi tapað.

Ljósmynd/gol24.pl

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Jagiellonia Bialystok og spilaði allan tímann þegar liðið beið lægri hlut fyrir Korona Kielce, 1-3, í pólsku úrvalsdeildinni um helgina.

Þetta var fjórði leikur Böðvars í röð með félaginu. Hann kom við sögu í bikarleik í síðustu viku þegar lið hans lagði Odra Opole að velli í pólsku bikarkeppninni.

Böðvar fær góða dóma fyrir frammistöðu sína um helgina þrátt fyrir að lið hans hafi tapað.

Frammistaða Böðvars í leiknum um helgina var það eina jákvæða hjá liði Jagiellonia, að mati pólska fréttamiðilsins Sportowe Fakty

„Böðvar hljóp mjög mikið og sinnti varnarvinnu frábærlega. Í heild hljóp hann 11,43 kílómetra, tók 13 spretti og gerðist aldrei brotlegur,“ segir á vefsíðu Sportowe Fakty.

Ireneusz Mamrot, þjálfari Jagiellonia, hrósaði Böðvari einnig í viðtali eftir leikinn og sagði að hann væri eini leikmaðurinn í liðinu sem ætti ekki að sitja undir gagnrýni eftir leikinn.

Böðvar fór síðan sjálfur í viðtal eftir leikinn.

„Ég fór hungraður í leikinn og reyndi að gera allt sem þarf til að verða fastamaður í liðinu. Ég tel mig hafa náð því markmiði. Við verðum að bæta okkur, því það er mikilvægt að bæta stöðu okkar í deildinni,“ sagði Böðvar eftir leikinn.

Böðvar hefur mestan hluta leiktíðar þurft að sætta sig við að sitja á varamannabekknum en hann hefur leikið 11 leiki á leiktíðinni.

Jagiellonia situr í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig og ef fram heldur sem horfir þá mun liðið tryggja sér sæti í umspilskeppni um pólska meistaratitilinn.

Hér að neðan má sjá svipmyndir Böðvars um helgina

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið