Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Böðvar Böðvarsson kom við sögu í bikarsigri

Böðvar kom inn á sem varamaður þegar liðið hans tryggði sér sæti í undanúrslitum pólsku bikarkeppninnar.

Böðvar í leik með Jagiellonia Bialystok. ÍV/Getty

Lið Böðvars Böðvarssonar, Jagiellonia Bialystok, lagði Odra Opole 0-2 að velli í pólsku bikarkeppninni í kvöld. Böðvar kom inn á sem varamaður þegar 72. mínútur voru liðnar af leiknum.

Um var að ræða leik í átta liða úrslitum og lið Böðvars hefur þar af leiðandi tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Böðvar hafði fyrir leikinn í kvöld verið tvisvar sinnum í röð í byrjunarliði félagsins.

Hann hefur á leiktíðinni þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu með Jagiellona, en eftir leikinn í kvöld hefur hann komið alls tíu sinnum við sögu í öllum keppnum á leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun