Fréttir
Böðvar besti maður vallarins og er í liði vikunnar
Böðvar þótti besti maður vallarins um liðna helgi og hefur nú verið valinn í lið vikunnar.
-
-
eftir
Íslendingavaktin

Mynd/Jagiellonia
Böðvar Böðvarsson, leikmaður Jagiellonia Bialystok, er í liði vikunnar í pólsku úrvalsdeildinni fyrir frammistöðu sína gegn LKS Lodz um liðna helgi.
Í þeim leik fékk Böðvar tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í langan tíma og lék afar vel með Jagiellonia Bialystok sem hafði betur, 2-0. Böðvar fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og var til að mynda valinn maður leiksins.
Böðvar byrjaði leiktíðina á tveimur byrjunarliðsleikjum með liði sínu, en hafði síðan ekkert komið við sögu í síðustu tólf leikjum liðsins fyrir leikinn um helgina.
Pólska úrvalsdeildin er mjög jöfn og spennandi en þegar fjórtán umferðum er lokið er Jagiellonia Bialystok í 7. sæti deildarinnar með 23 stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Legia Warszawa.
Siedmiu zawodników wyróżnionych po raz pierwszy w sezonie, gratulacje! 👏
Podsumowanie 14. kolejki ⤵https://t.co/xZNMACQq75 pic.twitter.com/ipPkJVURB8
— PKO BP Ekstraklasa (@_Ekstraklasa_) November 5, 2019
#JAGŁKS 🔝 Piłkarz meczu z @LKS_Lodz – Bodvar Bodvarsson:https://t.co/MLNhmtmzX7 pic.twitter.com/yK0UWy9W9k
— Jagiellonia (@Jagiellonia1920) November 4, 2019

Ekki missa af
-
Myndskeið
/ 6 dagar síðanSverrir Ingi skoraði í toppslagnum – Sjáðu markið
Sverrir Ingi skoraði mark PAOK sem gerði jafntefli í toppslag grísku úrvalsdeildarinnar.
eftir Íslendingavaktin -
Myndskeið
/ 6 dagar síðanMyndband: Ögmundur lagði upp sigurmarkið
Ögmundur minnti enn og aftur á hversu öflugur hann er.
eftir Íslendingavaktin