Fylgstu með okkur:

Fréttir

Böðvar besti maður vall­ar­ins og er í liði vik­unn­ar

Böðvar þótti besti maður vall­ar­ins um liðna helgi og hefur nú verið valinn í lið vikunnar.

Mynd/Jagiellonia

Böðvar Böðvarsson, leikmaður Jagiellonia Bialystok, er í liði vikunnar í pólsku úrvalsdeildinni fyr­ir frammistöðu sína gegn LKS Lodz um liðna helgi.

Í þeim leik fékk Böðvar tæki­færi í byrj­un­arliðinu í fyrsta skipti í langan tíma og lék afar vel með Jagiellonia Bialystok sem hafði bet­ur, 2-0. Böðvar fékk mikið lof fyr­ir frammistöðu sína og var til að mynda val­inn maður leiks­ins.

Böðvar byrjaði leiktíðina á tveimur byrjunarliðsleikjum með liði sínu, en hafði síðan ekk­ert komið við sögu í síðustu tólf leikjum liðsins fyrir leikinn um helgina.

Pólska úrvalsdeildin er mjög jöfn og spennandi en þegar fjórtán umferðum er lokið er Jagiellonia Bialystok í 7. sæti deildarinnar með 23 stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Legia Warszawa.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir