Fylgstu með okkur:

Fréttir

„Bjóst ekki við því að fá tækifæri“

Andri Fannar lék í dag sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna. Sjálfur bjóst hann ekki við því að fá tækifæri.

Mynd/bolognafc.it

Andri Fannar Baldursson fékk í dag eld­skírn sína í ít­ölsku A-deild­inni þegar hann lék fyrir aðallið Bologna í 1-1 jafntefli gegn Udinese.

Andri Fannar hóf leikinn á varamannabekknum í annað sinn á þessari leiktíð og kom inn á sem varamaður á 59. mínútu leiksins. Sjálfur bjóst hann ekki við því að fá tækifæri í dag.

„Ég er ánægður með frumraun mína. Ég lagði hart að mér í vikunni en bjóst ekki við því að fá tækifæri, ef ég á að vera hreinskilinn. Þjálfarinn sagði mér að njóta þess að spila og ég gerði mitt besta. Við náðum síðan að skora dramatískt jöfnunarmark í lokin. Mér líður vel í Bologna,“ sagði Andri Fannar við heimasíðu Bologna eftir leikinn.

„Ástríða fyrir fótboltanum á Íslandi er mikil, sennilega af því við erum víkingar og gefumst aldrei upp. Ég verð klár ef kallið kemur aftur og mun gera mitt besta til að hjálpa liðinu,“ sagði Andri Fannar ennfremur.

Bologna er í 10. sæti í ítölsku A-deildinni eft­ir 25 leiki, en liðið er aðeins stigi á eft­ir sæti sem gef­ur þátttökurétt í Evr­ópu­deildinni.

ÍV/Getty

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir