Fylgstu með okkur:

Fréttir

Björn mætt­ur til Kýpur

Björn Bergmann er kom­inn til Kýpur og mun að öllu óbreyttu ganga í raðir kýpversku meistaranna APOEL Nicosia.

Mynd/politis.com.cy

Sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er mættur til Kýpur þar sem hann er að ganga frá fé­laga­skipt­um frá rússneska liðinu Rostov til kýpversku meistaranna APOEL Nicosia.

Björn Bergmann mun gang­ast und­ir lækn­is­skoðun hjá APOEL Nicosia í dag og að henni lok­inni mun hann ganga í raðir kýpverska liðsins, ef allt geng­ur að ósk­um.

APOEL Nicosia er að fá Björn að láni út yf­ir­stand­andi keppn­is­tíma­bil, með for­kaups­rétti að þeim tíma liðnum, samkvæmt heimildum Íslendingavaktarinnar. APOEL Nicosia náði samkomulagi við Rostov um fé­laga­skipt­in í þarsíðustu viku en á síðustu dögum var samið um kaup og kjör.

APOEL Nicosia, sem er ríkj­andi meist­ari á Kýpur, er í fjórða sæti kýp­versku deild­ar­inn­ar af 12 liðum með 28 stig eftir 15 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir