Fylgstu með okkur:

Fréttir

Björn Bergmann geng­inn í raðir APOEL

Björn Bergmann er geng­inn til liðs við APOEL Nicosia. Um láns­samn­ing er að ræða sem gild­ir út leiktíðina.

Mynd/APOEL

Björn Bergmann Sigurðarson er geng­inn til liðs við kýpversku meistaranna APOEL Nicosia frá rússneska liðinu Rostov. Þetta var tilkynnt nú rétt í þessu.

Um láns­samn­ing er að ræða sem gild­ir út tímabilið og hef­ur APOEL for­kaups­rétt á Birni að þeim tíma liðnum, eins og áður hefur verið greint frá.

APOEL er í fjórða sæti kýp­versku deild­ar­inn­ar af 12 liðum eftir 15 umferðir, átta stigum á eftir toppliði Anorthosis. Birni er ætlað að skerpa á sóknarleik APOEL.

Knattspyrnustjóri APOEL er hinn norski Kare Ingebrigtsen en Björn hóf sinn atvinnumannaferil í Noregi með Lillestrøm og lék síðar með Molde. Björn hefur einnig leikið með liðunum Wolves, FC Kaupmannahöfn og nú síðast Rostov.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir