Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Björn Bergmann bjargaði stigi

Björn Bergmann bjargaði stigi fyr­ir Rostov er hann jafnaði metin undir lokin í jafntefli liðsins í dag.

Mynd/Premierliga

Björn Bergmann Sigurðarson bjargaði stigi fyrir lið sitt Rostov þegar hann jafnaði metin á 85. mínútu, 2-2, gegn Ural á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Björn Bergmann hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik. Ragn­ar Sig­urðsson bar fyrirliðaband Rostov í dag og lék allan leikinn.

Það voru heimamenn í Ural sem komust yfir snemma leiks og þeirri forystu héldu þeir allt þar til á 67. mínútu þegar Eldor Shomurodov jafnaði metin fyrir Rostov. Ural komst aftur yfir á 81. mínútu en Björn Bergmann jafnaði metin í 2-2 aðeins fjórum mínútum síðar með skallamarki af stuttu færi og þar við sat.

Þetta var fjórði leikur Íslendingaliðsins á tímabilinu og er liðið taplaust í öðru sæti deildarinnar með 8 stig, einu stigi á eftir Zenit.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið