Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Bjarni Mark skoraði með hjól­hesta­spyrnu

Bjarni Mark skoraði stór­kost­legt mark fyr­ir Brage í dag.

Mynd/dt.se

Bjarni Mark Antonsson skoraði glæsilegt mark fyrir Brage þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Trelleborgs í sænsku B-deildinni í dag.

Staðan var markalaus að loknum fyrri hálfleiknum. Trelleborgs komst yfir á 51. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Bjarni Mark metin með marki úr hjól­hesta­spyrnu, sem má sjá neðst í fréttinni.

Brage varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark stuttu síðar en Christian Kouakou jafnaði metin í 2-2, sem urðu síðan lokatölur leiksins.

Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Bjarni er á skotskónum en hann er nú kominn með fjögur mörk á leiktíðinni og þá hefur hann lagt upp þrjú mörk.

Brage er í 4. sæti deildarinnar og hefur nú 48 stig. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Mjällby þegar þrjár umferðir eru eftir. Estu tvö lið deildarinnar fara beint upp í sænsku úrvalsdeildina og liðið sem hafn­ar í því þriðja fer í um­spil um laust sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið