Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Bjarni Mark setti tvö og reynd­ist hetj­an

Bjarni Mark reynd­ist hetja Brage er hann skoraði sig­ur­mark liðsins í kvöld.

Mynd/dt.se

Bjarni Mark Antonsson skoraði tvö mörk fyrir Brage þegar liðið vann 3-2 útisigur á Frej Täby í sænsku B-deildinni í kvöld.

Bjarni, sem lék allan leikinn, kom Brage yfir á 11. mínútu leiksins og staðan var 1-0 í hálfleik.

Frej Täby byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og náði snemma að jafna leikinn og nokkrum mínútum síðar náði liðið forystu, 2-1.

Gestirnir í Brage voru þó ekki hættir og jöfnuðu metin á 62. mínútu og Bjarni Mark gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark liðsins þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Lokatölur urðu því 3-2 fyrir Brage.

 

Með sigrinum fór Brage upp í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig og er nú aðeins stigi á eftir toppliði Mjällby þegar fjórar umferðir eru eftir. Estu tvö liðin fara beint upp í efstu deild á meðan liðið sem hafn­ar í þriðja sæti fer í um­spil um síðasta lausa sætið.

Samúel Kári lék í sigri Viking og Daníel spilaði síðustu mínúturnar

Samúel Kári Friðjónsson lék allan leikinn á miðjunni fyrir Viking sem vann góðan 4-1 sigur gegn Mjøndalen á útivelli í norsku úrvalsdeildinni.

Mjøndalen náði forystunni strax á 5. mínútu leiksins en Viking jafnaði metin eftir rúmlega hálftíma leik. Staðan 1-1 í hálfleik.

Viking lék mikið bet­ur í seinni hálfleik en liðið tvöfaldaði forystuna á 58. mínútu leiksins og bætti við tveimur mörkum á lokakafla leiksins. Lokatölur urðu 4-1, Viking í vil.

Sigurinn fleytir Viking upp í fimmta sætið og liðið hefur nú 36 stig eftir 23 umferðir.

Þá kom Daníel Hafsteinsson inn á sem varamaður á 84. mínútu þegar lið hans Helsingborg sigraði Kalmar, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni. Helsingborg er í 10. sæti deildarinnar með 27 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið