Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Bjarni Mark lagði upp í sigri Brage

Bjarni Mark með sína þriðju stoðsendingu fyrir Brage

Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliði IK Brage sem mætti Norrby í sænsku fyrstu deildinni í kvöld.

Norrby komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Framherjinn Robin Strömberg, sem spilaði með Þór frá Akureyri árið 2012, skoraði markið. Strax í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Christian Kouakou metin fyrir Brage en fyrrum KA-maðurinn Bjarni Mark lagði markið upp. Þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum kom Robbin Sellin, Brage yfir og á lokamínútunni bætti Jonathan Morsey þriðja markinu við og þar við sat. Lokatölur 3-1, Brage í vil. Brage er í þriðja sæti með 40 stig eftir 21 umferð.

Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Valerenga sem fékk skell gegn Bodö/Glimt, 4-0, í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Matthías var tekinn af velli á 69. mínútu. Valerenga er í 6. sæti með 26 stig eftir 19 umferðir. Bodö/Glimt er í fyrsta sæti deildarinnar með 42 stig.

Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Kaiserslautern sem vann Zwickau í miklum markaleik, 5-3, í þýsku C-deildinni. Kaiserslautern er í 10. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 6 leiki. Andri hefur enn ekki fengið tækifæri hjá liðinu eftir að hafa komið þangað frá Helsingborg í sumar en hann hefur verið glíma við meiðsli upp á síðkastið.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun