Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Bjarni Mark í sigurliði Brage

Bjarni Mark lék allan tímann fyrir Brage sem hafði betur í Íslendingaslag í Svíþjóð í dag.

Bjarni Mark. Mynd/avestatidning

Bjarni Mark Antonsson var í sigurliði IK Brage sem lagði Syrianska að velli, 1-0, í Íslendingaslag í sænsku B-deildinni í dag. Bjarni kom inn í lið Brage eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik vegna uppsafnaðra gulra spjalda en hann spilaði allan leikinn í dag.

Í byrjunarliði Syrianska var Nói Snæhólm Ólafsson og hann spilaði fyrstu 64. mínúturnar í leiknum.

Brage var í dag að vinna sinn annan leik í röð en liðið hefur byrjað leiktíðina vel og er í 3. sæti sænsku B-deildarinnar með 17 stig eftir níu umferðir. Tvö efstu liðin í deildinni fara beint upp í efstu deild á meðan þriðja sætið gefur umspil um laust sæti í sænsku úrvalsdeildinni.

Bjarni Mark hefur spilað átta leiki fyrir Brage á leiktíðinni og lagt upp eitt mark.

Samúel Kári lék í stóptapi Viking

Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Viking sem tapaði stórt fyrir Molde, 1-5, í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Molde, sem trónir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með 22 stig, reyndist of stór biti fyrir Samúel Kára og félaga hans í Viking í dag en Ohi Anthony Omoijuanfo, sóknarmaður Molde, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum.

Viking er um miðja deild í norsku úrvalsdeildinni, í 7. sæti, með 14 stig eftir níu leiki. Samúel Kári hefur spilað alla leiki liðsins á leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun