Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Bjarni Mark á skotskónum í fyrsta sinn fyrir Brage – Sjáðu markið

Bjarni Mark skoraði í dag fyrsta mark sitt fyr­ir Brage í Svíþjóð.

Mynd/avestatidning

Bjarni Mark Antonsson skoraði í dag eitt marka IK Brage þegar liðið sigraði Brommapojkarna, 3-1, á heimavelli í sænsku B-deildinni. Markið má sjá neðst í fréttinni.

Bjarni Mark, sem gekk í raðir Brage frá KA fyrir tímabilið, lék allan leikinn í dag og skoraði annað mark liðsins og var þetta fyrsta mark Siglfirðingsins fyrir Brage.

Það voru gestirnir í Brommapojkarna sem náðu forystunni í leiknum með marki á 17. mínútu. Tíu mínútur síðar jafnaði Christian Kouakou metin í 1-1 fyrir Brage eftir undirbúning frá Bjarna Mark.

Bjarni Mark skoraði markið sitt í leiknum rétt fyrir leikhlé, á 41. mínútu. Eftir tíu mínútur í síðari hálfleik skoraði Christian Kouakou sitt annað mark fyrir Brage í leiknum og þar við sat. Lokatölur 3-1 fyrir Brage.

Bjarni Mark, sem er 23 ára, hefur spilað 14 leiki fyrir Brage á leiktíðinni og skorað eitt mark og lagt upp tvö.

Brage er nú með 27 stig í 3. sæti, níu stigum á eftir toppliði Varbergs BoIS FC.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið