Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Sjáðu markið: Birkir tryggði Al-Arabi jafn­tefli

Birkir Bjarnason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Al-Arabi þegar hann tryggði liðinu jafn­tefli.

Mynd/Al-Arabi

Birkir Bjarnason reynd­ist sín­um nýju vinnu­veit­end­um í Al-Arabi gífurlega mik­il­væg­ur í kvöld þegar hann skoraði jöfn­un­ar­mark fyrir liðið í 2-2 jafn­tefli gegn Al-Wakrah í katörsku úr­vals­deild­inni.

Birk­ir, sem lék allan leikinn, skoraði markið á sjö­undu mín­útu í upp­bót­ar­tím­a síðari hálfleiks eftir hornspyrnu og tryggði þar með sínum mönnum eitt stig.

Al-Arabi situr í fjórða sæti katörsku úrvalsdeildarinnar og er með 14 stig eftir átta umferðir, en þetta er fyrsta stigið sem félagið fær síðan Birkir gekk í raðir félagsins.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með Al-Arabi en hann er frá vegna meiðsla. Þá þjálfar Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, lið Al-Arabi.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið