Fylgstu með okkur:

Fréttir

Birkir orðinn leikmaður Al-Arabi

Birkir Bjarnason er form­lega geng­inn í raðir Al-Arabi en hann gerir þriggja mánaða samning við félagið.

Birkir mun leika í treyju númer 67. Mynd/Twitter

Birkir Bjarnason er form­lega geng­inn í raðir Al-Arabi í Katar en hann stóðst lækn­is­skoðun hjá fé­lag­inu í dag og skrifaði und­ir þriggja mánaða samning.

Birkir kom til Katar í gærkvöldi og gekkst und­ir lækn­is­skoðun hjá liðinu í morg­un og stóðst hana og skrifaði í kjöl­farið und­ir samn­ing­inn.

Birkir, sem er 31 árs gamall, var búinn að vera án félags eftir að hafa skrifað und­ir starfs­lok sín hjá Aston Villa í ágúst þar sem hann komst að sam­komu­lagi um að rifta samningi sínum.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með Al-Arabi og Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins. Aron varð fyr­ir glæfralegri tæk­lingu í leik með liðinu fyrr í mánuðinum sem varð til þess að liðbönd í ökkla Arons slitnuðu og talið er að hann verði frá keppni í þrjá mánuði. Birki er því ætlað að fylla skarð Arons.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir