Fylgstu með okkur:

Fréttir

Birkir með tilboð frá SPAL og Genoa

Birkir Bjarnason er með tilboð í höndunum frá ítölsku liðunum SPAL og Genoa.

ÍV/Getty

Birkir Bjarnason er með tilboð í höndunum frá ítölsku liðunum SPAL og Genoa samkvæmt umboðsmanni hans, Jim Solbakken.

Birkir skrifaði und­ir starfs­lok sín hjá enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa í síðustu viku en hann komst að sam­komu­lagi við félagið um rift­un samn­ings og er því laus allra mála þaðan.

Jim Solbakken ræddi við EuropaCalcio á Ítalíu í gær þar sem hann sagði að SPAL og Genoa, sem leika bæði í ítölsku úrvalsdeildinni, séu búin að bjóða Birki samning.

Síðustu daga hefur Birkir verið orðaður við sitt gamla félag á Ítalíu, Pescara, en Solbakken útilokar með öllu að Birkir fari þangað aftur.

„Nei, hann fer ekki aftur til Pescara. Eins og staðan er í dag þá eru tvö lið í ítölsku úrvalsdeildinni sem hafa boðið Birki samning og þau eru SPAL og Genoa,“ sagði Solbakken við EuropaCalcio.

Birkir þekk­ir vel til á Ítal­íu en hann hef­ur spilað fyr­ir Pescara og Samp­doria þar í landi.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir