Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Birkir lék sinn fyrsta leik í rúma tvo mánuði

Birkir Bjarnason kom við sögu þegar Aston Villa tapaði fyrir Norwich í ensku B-deildinni í dag.

ÍV/Getty

Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður á 80. mínútu þegar lið hans Aston Villa beið lægri hlut fyrir Norwich, 1-2, á heimavelli í ensku B-deildinni í dag.

Aston Villa var í dag að leika sinn síðasta leik á hefðbundnu tímabili í ensku B-deildinni en liðið hefur tryggt sér þátttökurétt í umspili um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Aston Villa endar í 5. sæti ensku B-deildarinnar og mun í framhaldinu leika tvo leiki, á heimavelli og útivelli, gegn West Bromwich Albion. Ef Birkir og félagar hafa betur í því einvígi mætir liðið annað hvort Leeds United eða Derby County í hreinum úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrir leikinn í dag hafði Birkir ekki spilað í rúma tvo mánuði fyrir Aston Villa. Síðast kom hann við sögu í sex mínútur í nágrannaslag gegn Birmingham þann 10. mars síðastliðinn. Það voru einu mínúturnar sem hann spilaði með liðinu í síðustu 17 leikjum fyrir leikinn í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun