Fylgstu með okkur:

Fréttir

Birkir laus frá Aston Villa

Birkir hef­ur verið leyst­ur und­an samn­ingi við enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa.

ÍV/Getty

Birkir Bjarnason er bú­inn að skrifa und­ir starfs­lok sín hjá enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa en hann komst í dag að sam­komu­lagi við félagið um rift­un samn­ings og er laus allra mála þaðan.

Birkir átti ekki fast sæti í liði Aston Villa á síðustu leiktíð þegar liðið komst upp í úrvalsdeildina á nýjan leik eftir þriggja ára fjarveru með því að leggja Derby í umspilsleik síðasta vor.

Birkir kom til Aston Villa frá svissneska liðinu Basel í janúar 2017 og gerði þriggja og hálfs árs samning en enska liðið borgaði í kringum 2,5 milljónir punda fyrir hann.

Hann lék 56 leiki fyrir liðið og í þeim tókst honum að skora sex mörk og leggja upp önnur þrjú. Áður lék Birkir á Ítal­íu, í Belg­íu og í Nor­egi.

„Félagið vill óska Birki alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá Aston Villa í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir