Fylgstu með okkur:

Fréttir

Birkir hlær að skrifum Fréttablaðsins: „Síminn virðist alltaf verða eftir á náttborðinu“

Birkir virðist hafa haft nokkuð gaman að lesa skrif Fréttablaðsins um sig í dag.

ÍV/Getty

Blaðamenn dagblaðanna hafa síðustu daga velt vöngum sínum yfir því hvort það sé rétt að velja leikmenn í íslenska landsliðið þegar þeir eru samningslausir.

Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru enn samningslausir og þeir eru báðir í landsliðshópnum fyr­ir landsleik­i gegn heims­meist­ur­um Frakk­lands og Andorra í undan­keppni EM 2020, sem verða leiknir á Laugardalsvelli 11. og 14. október.

Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, skrifaði um Birki og Emil í vikunni og spurði hvort Erik Hamrén gæti varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri æfingu.

Í Fréttablaðinu í dag og á vef Vísis skrifar Benedikt Bóas Hinriksson um leiktíma Birkis á árinu og hvað það sé búið að vera erfitt að ná í hann undanfarnar vikur varðandi næstu skref á atvinnumannaferlinum.

„Ómögulegt hefur verið að ná í Birki undanfarnar vikur um næstu skref á ferli hans. Síminn hans virðist alltaf verða eftir á náttborðinu og ekki hringir hann til baka. Sama hvað er reynt,“ skrifar Benedikt Bóas.

Birkir virðist hafa haft nokkuð gaman að lesa þessi skrif um sig, eins og sjá má hér að neðan, en 433.is vakti athygli á þessu.

Mynd/Instagram

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir