Fylgstu með okkur:

Fréttir

Birkir geng­inn til liðs við Brescia

Birkir hef­ur verið form­lega kynnt­ur til leiks hjá ítalska A-deildarliðinu Brescia.

Mynd/bresciacalcio.it

Birkir Bjarnason var nú rétt í þessu formlega kynnt­ur sem nýr leikmaður ítalska A-deildarliðsins Brescia.

Birkir var laus allra mála fyrr í mánuðinum eftir að hafa runnið út á samningi hjá Al-Arabi í Katar og kem­ur hann til Brescia á frjálsri sölu. Samn­ing­ur hans við Brescia er til sumarsins 2021.

Birkir er þar með kominn aftur til Ítalíu þar sem hann þekkir vel til, en hann lék áður með liðunum Pescara og Sampdoria þar í landi.

Brescia er í 19. sæti af 20 liðum í ítölsku A-deild­inni, aðeins einu stig­i frá því að kom­ast úr fallsæti. Fyrsti leik­ur Birkis í deildinni gæti orðið á morgun þegar Brescia fær Cagli­ari í heimsókn.

Hjá Brescia hittir Birkir fyrir Mario Balotelli, sem þykir einn skrautlegasti karakterinn í knattspyrnunni. Sandro Tonali, einn efnilegasti leikmaður Ítalíu, leikur einnig með liðinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir