Fylgstu með okkur:

Fréttir

Birkir falur fyrir rétt verð

Aston Villa er til­búið að selja Birki Bjarnason fyrir rétt verð.

ÍV/Getty

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa eru tilbúnir að selja íslenska landsliðsmanninn Birki Bjarnason fáist rétt verð fyrir hann. Express & Star greinir frá þessu.

Birkir átti ekki fast sæti í liði Aston Villa á síðustu leiktíð þegar liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina. Liðið komst upp í úrvalsdeildina á nýjan leik eftir þriggja ára fjarveru með því að leggja Derby í umspilsleik í maímánuði síðastliðnum.

Birki stóð til boða að yfirgefa Aston Villa í janúar en hafnaði þeim möguleika því hann vildi einbeita sér á að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá liðinu. Tyrkneska liðið Fenerbahce var meðal liða sem var áhugasamt um þjónusu hans. Birkir kom til Aston Villa í janúar 2017 og gerði þriggja og hálfs árs samning en enska liðið borgaði í kringum 2,5 milljónir punda fyrir hann.

Birkir sagði í samtali við Morgunblaðið fyrr í sumar að það yrði ekki leiðinlegt að spila með Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég fór þangað því þetta er frá­bær klúbb­ur og það væri ekki leiðin­legt að spila í úr­vals­deild­inni. Ég væri mjög til í að vera þarna og spila,“ sagði Birk­ir.

Líflegt hefur verið á leikmannamarkaðnum hjá Aston Villa í sumar og er liðið búið að styrkja sig mikið fyrir baráttuna í úrvalsdeildinni sem hefst um næstu helgi. Alls hefur Aston Villa pungað út 160 milljónum punda til að kaupa nýja leikmenn. Fyrsti leikur liðsins á leiktíðinni verður gegn Tottenham á útivelli eftir viku.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir