Fylgstu með okkur:

Fréttir

Birkir að verða liðsfé­lagi Balotelli

Birkir er að ganga í raðir ítalska A-deildarliðsins Brescia og verður þar með liðsfélagi Mario Balotelli.

ÍV/Getty

Birkir Bjarnason er við það að ganga í raðir ítalska A-deildarliðsins Brescia en það er virti blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio frá Ítalíu sem greinir frá þessu í kvöld.

Birkir leit­ar nú að nýj­um vinnu­veit­enda eftir að hafa runnið út á samningi hjá Al-Arabi í Katar fyrr í mánuðinum. Birkir hefur sterklega verið orðaður við ítalska A-deildarliðið Genoa og var sagður eiga í viðræðum við liðið. Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni og lið frá New York í banda­rísku at­vinnu­manna­deild­inni hafa síðan verið orðuð við hann í vikunni.

Di Marzio greinir frá því að Birkir hafi ekki kom­ist að sam­komu­lagi við Genoa en þess í stað hefur hann samið við Brescia um kaup og kjör.

Brescia er í 19. sæti ítölsku A-deildarinnar af 20 liðum með 14 stig. Hjá Brescia hittir Birkir fyrir Mario Balotelli, sem er sá allra skraut­legasti í knattspyrnunni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir