Fylgstu með okkur:

Fréttir

Bik­ar­inn fór á loft hjá Wolfsburg í dag

Sara Björk og samherjar hennar í Wolfsburg lyftu í dag bik­arn­um sem sig­ur­veg­ari þýsku Bundesligunnar.

Mynd/Twitter

Kvennalið Wolfsburg lyfti í dag bik­arn­um sem sig­ur­veg­ari þýsku Bundesligunnar. Liðið hafði betur gegn Turbine Potsdam, 2-0, á heimavelli í síðasta leik tímabilsins. Sara Björk Gunnarsdóttir leikur fyrir Wolfsburg en hún glímir við meiðsli og gat ekki spilað í dag.

Wolfsburg var fyrir leikinn búið að tryggja sér titilinn en hann fór á loft heimavelli liðsins í dag þar sem þúsundir aðdáenda voru viðstaddir.

Þetta er þriðja ár Söru hjá Wolfsburg og hefur hún orðið þýskur meistari öll árin. Þá hefur Sara einnig unnið þýsku bikarkeppnina öll þrjú árin með Wolfsburg en liðið varð fyrir tveimur vikum þýskur bikarmeistari eft­ir 1-0 sigur á Freiburg í bikarúrslitum.

Sandra María fellur ekki

Sandra María Jessen og samherjar hennar í Bayer Leverkusen björguðu sér frá falli í þýsku Bundesligunni í dag með því að sigra Essen, 2-1, á heimavelli.

Henrietta Csiszar skoraði bæði mörk Bayer Leverkusen þegar lítið var eftir af leiknum. Sandra María var í byrjunarliðinu í leiknum og lék allan tímann.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir