Fylgstu með okkur:

Fréttir

Bet­ur fór en á horfðist hjá Arnóri

Betur fór en á horfðist hjá Arnóri Sig sem meiddist í leik með CSKA Moskvu um síðustu helgi.

Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, slapp betur en á horfðist frá tæklingu Nikita Kalugin, leikmanns PFC Sochi, í leik liðanna um síðustu helgi. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Arnór meiddist á ökkla eftir að Kalugin tæklaði hann eftir um það bil tuttugu mínútna leik. Nokkrum mínútum síðar þurfti Arnór að fara sárþjáður af velli, en Kalugin fékk ekki einu sinni gult spjald frá dómara leiksins.

Talið var að Arnór hefði meiðst á hásin í fæti en nú er orðið ljóst að meiðslin sem hann varð fyrir eru ekki eins slæm og óttast var í fyrstu. Sigurður Þór Sigursteinsson, faðir Arnórs, sagði fyrr í dag í samtali við Fótbolta.net að Arnór væri búinn í myndatöku og það skýrist bet­ur í vik­unni hve lengi hann verði frá, sem á ekki að vera langur tími, en Arnór er nú í augnablikinu í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum.

Óvíst er hvort Arnór verði klár í slaginn þegar lið hans sækir granna sína í Spartak Moskvu í deildinni næsta mánudag. „Það kemur allt í ljós,“ sagði Arnór við Fótbolta.net í dag.

Mynd af tæklingunni sem Arnór varð fyrir. Mynd/Tribuna

Hér er að neðan er hægt að sjá tæklinguna.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir