Fylgstu með okkur:

Fréttir

Bestu leikmenn Íslands í FIFA-tölvu­leikn­um

15 bestu leikmenn Íslands í tölvuleiknum FIFA 20.

Mynd/Samsett

Búið er að opinbera hvaða leikmenn eru bestir í nýjustu útgáfu FIFA-tölvuleiksins. Leikurinn kemur út 24. september en á vefsíðunni Futhead má finna lista yfir ís­lensku leik­mennina sem eru í leiknum. Þar er til að mynda hægt að sjá eink­un­n þeirra.

Gylfi Þór Sigurðsson er besti íslenski leikmaðurinn í leiknum en þar á eftir koma Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson. Nokkrir leikmenn eru ekki í leiknum og þar má helst nefna Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson og Birki Bjarnason.

15 bestu leikmenn Íslands í FIFA 20:

Gylfi Þór Sigurðsson – 83

Alfreð Finnbogason – 78

Jóhann Berg Guðmundsson – 78

Sverrir Ingi Ingason – 73

Hörður Björgvin Magnússon – 73

Albert Guðmundsson – 70

Matthías Vilhjálmsson – 70

Arnór Sigurðsson – 70

Arnór Ingvi Traustason – 70

Kolbeinn Sigþórsson – 70

Guðlaugur Victor Pálsson – 70

Rúnar Alex Rúnarsson – 70

Rúrik Gíslason – 69

Diego Jóhannesson – 69

Jón Daði Böðvarsson – 69

Listann má skoða í heild sinni hér.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir