Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Berglind skoraði og lagði upp í stór­sigri

Berglind Björg er komin með fimm mörk í jafnmörgum leikjum með AC Milan á Ítalíu.

ÍV/Getty

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp annað í 4-0 stórsigri AC Milan á útivelli gegn Tavagnacco í ítölsku A-deildinni í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Linda Tucceri fyrsta mark AC Milan á 55. mínútu og um fimm mínútum síðar tvöfaldaði Valent­ina Giac­inti forystuna. Berglind skoraði þriðja mark liðsins á 77. mínútu og lagði upp fjórða markið stuttu síðar sem Sara Tam­bor­ini skoraði. Berglind lék allan leikinn.

AC Milan er í öðru sæti deild­ar­inn­ar og hefur 35 stig, þremur stigum á eftir toppliði Juventus. AC Milan hefur unnið alla fimm leiki sína síðan Berg­lind kom til liðsins, en hún gekk í raðir liðsins í síðasta mánuði sem lánsmaður frá Breiðabliki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun