Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Berglind lék all­an leikinn í jafntefli PSV

Berglind Björg lék í jafntefli PSV í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Mynd/PSV

Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék allan leikinn í liði PSV sem gerði 2-2 jafntefli við ADO Den Haag í úrslitariðli hollensku úrvalsdeildarinnar í dag. Anna Björk Kristjánsdóttir sat á varamannabekk PSV í leiknum.

PSV-liðið náði forystu með marki á 13. mínútu en heimakonur í Den Haag skoruðu tvö mörk rétt fyrir leikhléið. Þegar korter var eftir af venjulegum leiktíma jafnaði PSV metin í 2-2 og þar við sat. Lokatölur 2-2.

Níu lið leika í hollensku kvennadeildinni og eftir tvöfalda umferð í deildinni tók við umspil. PSV var á toppi deildarinnar eftir fyrstu sextán leikina en liðið er nú í 3. sæti með 28 stig eftir sex spilaða leiki í úrslitariðli deildarinnar. PSV á tvo leiki eftir á leiktíðinni og á enn möguleika á meistaratitlinum. Twente, sem er á toppnum, er með þremur stigum meira en PSV.

Berglind Björg er á láni hjá PSV frá Breiðabliki út leiktíðina og mun snúa aftur til Blika í byrjun næsta mánaðar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun