Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

BATE saxaði á for­skotið

BATE Borisov, með Willum Þór innanborðs, saxaði á for­skotið í Hvíta-Rússlandi.

Mynd/interfax.by

BATE Borisov minnkaði í dag forskot Dinamo Brest á toppi hvít-rússnesku úrvalsdeildarinnar niður í fimm stig með 2-1 sigri á Vitebsk. Willum Þór Willumsson byrjaði á bekknum hjá BATE en kom inn á sem varamaður á 72. mínútu leiksins.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik og fjörið var meira í síðari hálfleik. BATE komst yfir eftir klukkutíma leik með marki frá Maksim Skavysh en aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Vitebsk metin.

Stanislav Dragun sá svo um að tryggja BATE sig­urinn með laglegu marki þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir BATE.

BATE er núna í öðru sæti deildarinnar með 64 stig, fimm stigum á eftir toppliði Dinamo Brest, sem gerði jafntefli í dag, en aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni og BATE á því litla möguleika á titlinum.

Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leikmannahópi Astana þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Irtysh Pavlodar, 2-0, í lokaumferðinni í efstu deildinni í Kasakstan.

Rúnar Már og sam­herj­ar í Astana urðu um síðustu helgi meistarar í Kasakstan og enda tímabilið með 69 stig, stigi á undan Kairat Almaty.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun