Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

BATE end­ar tíma­bilið með sigri

Willum Þór og félagar í BATE enduðu tímabilið á sigri.

Mynd/BATE

BATE Borisov sigraði Torpedo Zhodino, 2-1, á útivelli í lokaum­ferð hvít-rússnesku úrvalsdeildarinnar í dag. Willum Þór Willumsson var á meðal varamanna BATE í leiknum og lék síðustu 18 mínúturnar.

Heimamenn í Torpedo Zhodino náðu forystunni með marki á 13. mínútu. Sú forysta varði þó ekki lengi þar sem BATE jafnaði metin tveimur mínútum síðar með marki frá Stanislav Dragun. Staðan 1-1 í hálfleik.

Þegar Willum Þór var búinn að vera inni á vellinum í rétt rúmar tíu mínútur fékk BATE vítaspyrnu og úr henni skoraði Igor Stasevich.

Lokatölur 2-1 fyrir BATE sem endar í öðru sæti deildarinnar með 70 stig, fimm stigum á eftir meistaraliðinu Dinamo Brest.

Willum Þór lék 18 deild­ar­leiki með BATE á tímabilinu og í þeim skoraði hann eitt mark, en hann kom til liðsins fyrir tímabilið frá Breiðabliki.

Jafntefli hjá Elmari

Theodór Elmar Bjarnason og félagar hans í Akhisarspor gerðu í dag 1-1 jafntefli við Umraniyespor í tyrknesku 1. deildinni. Theodór Elmar lék allan leikinn á miðri miðjunni.

Akhisarspor leiddi 2-1 í hálfleik en Umraniyespor tókst að jafna metin með marki úr vítaspyrnu um miðbik síðari hálfleiks.

Akhisarspor missti þarna af stigum í toppbaráttunni og dettur niður úr þriðja sætinu í það fimmta, en deildin er gífurlega jöfn.

Böðvar í byrjunarliðinu fjórða leikinn í röð

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Jagiellonia Bialystok fjórða leikinn í röð er liðið tapaði 2-1 fyrir Rakow Czestochowa í pólsku úrvalsdeildinni.

Böðvar hefur leikið vel að undanförnu og var m.a. valinn í lið umferðarinnar á dögunum. Jagiellonia Bialystok er í 8. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun