Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

AZ Alkmaar með fullt hús stiga

Albert fer mjög vel af stað með liði sínu AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið.

ÍV/Getty

Albert Guðmundsson fer mjög vel af stað með liði sínu AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið en liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni.

AZ Alkmaar fékk Fortuna Sittard í heimsókn í 1. umferðinni og vann þar 4-0 sigur. Þessi góða byrjun hélt síðan áfram í dag þegar Albert og félagar unnu 2-0 útisigur gegn nýliðum RKC Waalwijk. Oussama Idrissi skoraði bæði mörkin fyrir AZ Alkmaar í leiknum en þau komu bæði í fyrri hálfleik.

Albert tók út leikbann í leiknum gegn Fortuna Sittard en kom í dag inn á sem varamaður gegn RKC Waalwijk og lék síðustu ellefu mínúturnar.

AZ Alkmaar er þar með með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar eft­ir tvær umferðir. Liðið spilar næsta fimmtudag seinni leik sinn við Mariupol frá Úkraníu í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli á heimavelli Mariupol.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun