Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Augsburg úr leik í þýska bikarnum – Alfreð kom liðinu í framlengingu

Alfreð Finnbogason kom liðu sínu Augsburg í framlengingu í þýsku bikarkeppninni í kvöld en það dugði ekki til sigurs.

Alfreð fagnar marki sínu í kvöld. ÍV/Getty

Augsburg tók á móti RB Leipzig í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld.

Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, byrjaði á varamannabekknum í leiknum en kom inn á sem varamaður á 80. mínútu.

Sóknarmaðurinn Timo Werner kom Leipzig 1-0 yfir á 74. mínútu leiksins og allt virtist stefna í tap hjá Alfreð og félögum hans í Augsburg, en allt kom fyrir ekki.

Augsburg var marki undir þegar venjulegum leiktíma var lokið og viðbótartíminn tifaði þegar fyrirgjöf barst inn í teig Leipzig. Alfreð Finnbogason var mættur í teiginn og náði að pota boltanum snyrtilega framhjá markmanni Leipzig, staðan orðin 1-1. Framlengja þurfti því leikinn.

Í blálok framlengingar fékk Augsburg dæmt á sig klaufalegt víti. Marcel Halstenberg fór á vítapunktinn fyrir Leipzig og tryggði liðinu sæti í undanúrslitum keppninnar.

Hér að neðan er mark Alfreðs í leiknum

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið