Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Augsburg marði botnliðið

Alfreð og samherjar hans í Augsburg höfðu betur gegn botnliðinu Paderborn.

ÍV/Getty

Augsburg sigraði botnliðið Paderborn naumlega á útivelli í þýsku Bundesligunni í dag. Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg og lék nær allan leikinn.

Augsburg hafði betur í leiknum, 1-0, en var nokkuð frá sínu besta í leikn­um og get­ur liðið þakkað að Paderborn hafi klúðrað vítaspyrnu strax á 7. mínútu leiksins.

Það var hins vegar Philipp Max sem tryggði Augsburg sigurinn með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Augsburg situr í 15. sæti deildarinnar eftir fyrstu ellefu leiki sína í deildinni með 10 stig, aðeins stigi á undan Mainz, sem situr í sérstöku umspilssæti um að forðast fall.

Rúrik í sigurliði

Rúrik Gíslason lék fyrstu 78 mínúturnar með liði sínu Sandhausen sem lagði Greuther Fürth að velli, 3-2, í þýsku B-deildinni.

Rúrik og félagar lentu tvívegis undir í leiknum en í bæði skiptin náði Kevin Behrens, leikmaður Sandhausen að jafna leikinn. Aziz Bouhaddouz skoraði síðan sigurmark fyrir Sandhausen í blálokin.

Sandhausen er í 7. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 13 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun