Fylgstu með okkur:

Fréttir

Átti þátt í báðum mörkum E­ver­ton – Myndband

Gylfi Þór fékk fína dóma fyr­ir frammistöðu sína í leiknum með Everton í gær.

ÍV/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik með liði sínu Everton þegar liðið tapaði naumlega fyrir Arsenal, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Gylfi Þór var í byrjunarliði Everton og lék allan leikinn en hann átti þátt í báðum mörkum Everton í leiknum.

Gylfi Þór átti fyrirgjöf inn á teig Arsenal strax á fyrstu mínútu leiksins þar sem boltinn endaði á Dom­inic Cal­vert-Lew­in sem skoraði með stór­glæsi­legri hjól­hesta­spyrnu. Richarlison jafnaði metin fyrir Everton í 2-2 rétt fyrir leikhlé eftir misheppnaða skottilraun Gylfa Þórs.

Eftir leikinn fékk Gylfi Þór ágæta dóma fyrir frammistöðu sína. Hann fékk 6 í einkunn hjá Sky Sports og sömu einkunn hjá staðarblaðinu Liverpool Echo.

„Átti mjög góða aukaspyrnu í aðdraganda fyrra marksins og átti einnig mikilvægan þátt í öðru markinu. Eftir góðan fyrri hálfeik dvínuðu áhrif hans á leiknum og hann leit þreyttur út. Það nær þó ekki að draga í burtu góðan fyrri hálfleik,“ segir í umsögn Liverpool Echo um Gylfa Þór.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér að neðan, en myndbandið var birt á vef mbl.is.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir