Fylgstu með okkur:

Fréttir

Aron varð fyr­ir tæklingu­ af ljót­ari gerðinni – Er ekki brotinn

Aron varð fyrir ljótri tæklingu í leik með Al-Arabi í Katar í kvöld en félagið hefur staðfest að hann sé ekki brotinn.

Mynd/Al-Arabi

Aðdáendur Al-Arabi og íslenska landsliðsins urðu fyrir miklu áfalli í kvöld þegar Aron Einar Gunnarsson meiddist í leik með Al-Arabi gegn Al Khor í katörsku úrvalsdeildinni.

Aron varð fyr­ir glæfralegri tæk­lingu frá Nayef Mubarak undir lok leiks og í kjölfarið þurfti að keyra hann sárþjáðan af velli. Mubarak fór með takk­ana sína á mikilli ferð í ökkl­ann á Aroni og við það beygðist ökklinn nokkuð mikið. Tæklinguna er hægt að sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Við fyrstu athugun af myndum og myndböndum af tæklingunni var haldið að Aron væri mögulega ökklabrotinn en Al-Arabi-félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu að svo er ekki. Ekki er enn vitað hversu lengi hann verður frá keppni og æfingum en hann mun fara í nánari skoðun á sunnudaginn.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir