Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aron spilaði í tapi í fyrsta leik

Aron Bjarnason spilaði sinn fyrsta leik með ung­verska liðinu Újpest.

Mynd/Újpest

Aron Bjarnason spilaði síðustu 16. mínúturnar fyrir ung­verska liðið Újpest sem tapaði á heimavelli fyrir Pu­skás Aca­demy í 1. umferð ungversku úrvalsdeildarinnar í kvöld, 3-1.

Þetta var fyrsti deildarleikur Arons fyrir sitt nýja lið en hann gekk til liðs við Újpest frá Breiðabliki í síðasta mánuði. Hann byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 74. mínútu, í stöðunni 3-1 sem urðu lokatölur leiksins.

Aron, sem er 23 ára miðju- og sóknarmaður, lék með Breiðabliki í rúm þrjú ár þar sem hann spilaði um 50 leiki og skoraði 12 mörk, en hann hafði skorað 4 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Újpest endaði í 5. sæti af 12 í ungversku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið hefur orðið ung­versk­ur alls 20 sinn­um, síðast árið 1998 en stóð uppi sem sigurvegari í bikarkeppninni þar í landi á síðasta ári.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun