Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Aron skoraði tví­veg­is fyr­ir Újpest

Aron Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Újpest í Ungverjalandi í kvöld.

Mynd/Újpest

Aron Bjarnason skoraði tvö mörk í 5-2 sigri Újpest gegn Ajka í 64-liða úr­slit­um í bikarkeppninni í Ungverjalandi í kvöld.

Aron lék allan leikinn og skoraði síðustu tvö mörk Újpest í leiknum, á 64. mínútu og 75. mínútu. Aron var óheppinn að skora ekki þrennu í leiknum en liðsfélagi hans potaði boltanum í markið þegar Aron átti skot sem var að fara á markið.

Gengi Újpest hefur verið misjafnt það sem af er leiktíð en 10 umferðir eru að baki í ungversku úrvalsdeildinni og þar er liðið í 8. sæti með 11 stig. Liðið hefur tíu sinnum orðið ungverskur bikarmeistari og vann keppnina síðast í fyrra.

Ungverska sjónvarpsstöðin M4Sport hefur birt fyrra mark Arons í leiknum kvöld, sem má sjá hér að neðan. Fréttin verður uppfærð ef seinna mark hans verður birt.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið