Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Aron skoraði og lagði upp í sigri Start

Aron Sigurðarson skoraði og átti stoðsendingu í 1-2 útisigri Start í norsku B-deildinni í dag.

Mynd/ikstart.no

Aron Sigurðarson átti góðan leik fyrir Start í 2. umferð norsku B-deildarinnar í dag þegar liðið sigraði KFUM, 1-2.

Aron átti þátt í báðum mörkum Start í dag en hann skoraði fyrra mark liðsins og lagði upp það seinna.

Kristján Flóki Finnbogason, sem leikur einnig fyrir Start, kom inn á sem varamaður á 75. mínútu í leiknum. Jóhannes Þór Harðarson stýrir Start til bráðabirgða.

Mark Arons kom á 27. mínútu í leiknum og markið sem hann lagði upp kom á 38. mínútu. Start fór með góða 2-0 forystu inn í leikhléið.

KFUM minnkaði muninn í 1-2 tuttugu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og þar við sat í markskorun leiksins. 1-2 útisigur hjá Start í dag.

Start tapaði í Íslendingaslag um síðustu helgi gegn Álasunds og er því komið með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina í deildinni. Start féll á síðustu leiktíð úr norsku úrvalsdeildinni.

Viðar Ari Jónsson sat þá allan tímann á varamannabekknum hjá Sandefjord sem vann 0-2 útisigur á Raufoss.

Mark Arons og stoðsendingu hans í leiknum má sjá hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið