Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Aron skoraði fyrir Start í Íslend­inga­slag

Aron Sigurðarson var á skot­skón­um fyr­ir Start í dag.

Aron Sigurðarson var á skot­skón­um fyr­ir Start í 2-2 jafntefli gegn Sandefjord í norsku B-deild­inni í dag.

Aron var í byrjunarliði Start og spilaði allan leikinn en hann skoraði annað mark liðsins í dag. Start skoraði sjálfsmark snemma í seinni hálfleik en nokkrum mínútum síðar jafnaði Start metin með marki frá Mathias Bringaker eftir laglega stungusendingu í gegnum vörn Sandefjord.

Sjö mínútum eftir jöfnunarmarkið tvöfaldaði Aron forystuna fyrir Start. Liðið hafði tekið aukaspyrnu og liðsfélagi Arons átti skalla fyrir mark Sandefjord þar sem Aron var mættur og hann skoraði af stuttu færi.

Aron hefur nú gert þrjú mörk í fimm leikjum á leiktíðinni.

Í uppbótartímanum skoraði Start annað sjálfsmark en varnarmaður liðsins varð fyrir því óláni að fá boltann í sig eftir hornspyrnu.

Alls þrír Íslendingar komu við sögu í leiknum í dag en Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 84. mínúturnar fyrir Sandefjord. Kristján Flóki Finnbogason spilaði síðustu mínúturnar í uppbótartíma fyrir Start og þá sat Guðmundur Andri Tryggvason allan tímann á varamannabekk Start.

Hér má sjá mark Arons í leiknum:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið