Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aron skoraði ann­an leik­inn í röð

Aron Sigurðarson skoraði ann­an leik­inn í röð fyr­ir norska liðið Start.

Mynd/ikstart.no

Aron Sigurðarson skoraði ann­an leik­inn í röð fyr­ir norska liðið Start þegar liðið vann flottan 2-1 heimasigur á Raufoss í 3. umferð norsku B-deildarinnar í dag.

Start var að taka á móti Raufoss í dag og Aron sá um að skora fyrsta mark leiksins, en hann skoraði einnig í síðasta leik þegar liðið sigraði KFUM, 1-2. Start tvöfaldaði forystuna þremur mínútum eftir mark Arons og Raufoss minnkaði síðan muninn fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari Start til bráðabirgða.

Aron hefur nú skorað sex mörk í 24 leikjum með liðinu en þetta er hans önnur leiktíð með Start.

Oliver Sigurjónsson kom ekki við sögu er lið hansBodø/Glimt vann góðan 3-2 heimasigur á Molde í norsku úrvalsdeildinni í dag. Oliver kom inn á sem varamaður í síðustu umferð.

Arnór Smárason var þá ekki sjáanlegur í leikmannahópi Lillestrøm sem beið lægri hlut fyrir Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun