Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Aron Sig með frábæran leik í dag: Tvö mörk og stoðsending

Aron Sigurðarson átti frábæran leik fyrir Start í dag. Sjáðu mörkin tvö og stoðsendinguna hjá honum í leiknum í dag.

Mynd/Start

Aron Sigurðarson átti frábæran leik fyrir Start í norsku 1. deildinni í dag en hann skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu í 3-2 sigri liðsins gegn Jerv.

Aron lagði upp fyrsta mark Start og tvöfaldaði svo forystu liðsins á 24. mínútu þegar hann fylgdi vel á eftir markvörslu og kom knettinum laglega í markið. Hann skoraði annað markið sitt rétt undir lok leiks með skallamarki eftir góða fyrirgjöf frá liðsfélaga sínum.

„Þetta var frábær sigur gegn nágrannaliði og það gerist ekki mikið stærra en það. Ég er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Aron í viðtali eftir leikinn í dag.

„Já, þú getur sagt það, sérstaklega vegna markanna tveggja og að ég hafi lagt upp eitt mark,“ sagði Aron aðspurður hvort þetta hafi verið sinn besti leikur í treyju Start. „En heilt yfir er ég stoltur af liðinu sem sýndi góðan karakter.  Vinnuframlagið var mjög gott þrátt fyrir að við spiluðum erfiðan leik fyrir fjórum dögum síðan en leikurinn í kvöld var erfiður og ég er því mjög ánægður með að ná sigri.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið