Fylgstu með okkur:

Fréttir

Aron samdi við Újpest

Aron Bjarnason samdi í dag um kaup og kjör við ungverska liðið Újpest.

Aron mun leika í treyju númer 8 hjá Újpest. Mynd/ujpestfc.hu

Aron Bjarnason samdi í dag um kaup og kjör við ungverska liðið Újpest og verður leikmaður með liðinu frá og með 22. júlí.

Aron fer til Ungverjalands eftir Evrópuleiki með Breiðabliki gegn Vaduz frá Liechtenstein og verður formlega orðinn leikmaður Újpest eftir nákvæmlega tvær vikur.

Aron, sem er 23 ára miðju- og sóknarmaður, hefur leikið með Breiðabliki í rúm þrjú ár þar sem hann hefur spilað 50 leiki og skorað 12 mörk, en hann hefur skorað 4 mörk á núverandi leiktíð. Hann kom til félagsins frá ÍBV en lék áður með liðunum Fram og Þrótti R.

„Újpest er stórt félag í Ungverjalandi með mikla sögu. Ég hlakka til að koma og sýna stuðningsmönnum félagsins hvað í mér býr. Vonandi mun ég aðlagast fótboltanum fljótt og verða fastamaður í liðinu. Ég er sóknarsinnaður leikmaður og ég mun gera mitt besta til að skora mörk,“ sagði Aron við heimasíðu félagsins.

Újpest endaði í 5. sæti af 12 í ungversku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið hefur orðið ung­versk­ur alls 20 sinn­um, síðast árið 1998 en stóð uppi sem sigurvegari í bikarkeppninni þar í landi á síðasta ári.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir