Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aron nýtur sín í botn í Bjórböðunum á Árskógs­sandi þegar hann er á landinu

Aron Einar á 10 prósenta hlut í Bjórböðunum á Árskógs­sandi og nýtur þess í botn að fara í þau.

Skjáskot/Samsett

Enska götublaðið The Sun fjallaði í gær um Bjórböðin á Árskógs­sandi og meðeiganda þeirra, landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson.

Aron Einar á 10 prósenta hlut í Bjórböðunum á Árskógs­sandi og nýtur þess í botn að fara í þau þegar hann er í fríi hér á Íslandi frá fótboltanum. Heimsóknir hans í böðin verða líklega aðeins færri en áður þegar hann verður byrjaður að leika með félaginu Al-Arabi í Katar á næstu leiktíð, en hann gengur raðir félagsins í sumar þegar núverandi samningur hans hjá Cardiff City rennur út.

Bjórböðin á Árskógs­sandi voru opnuð sumarið 2017 og hafa vakið mika athygli bæði hérlendis og erlendis. Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, sem eiga einnig bruggverksmiðjuna Kalda á Árskógssandi, stofnuðu fyrirtækið Bjórböðin árið 2016. Fyrirtækið fékk síðla síðasta árs nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar.

Á heimasíðu Bjórbaðanna er lýst ítarlega hvernig böðin virka á líkamann: „Bjórinn sem notaður er á þeim stað í ferlinu að hann hefur lágt pH gildi og hefur þar af leiðandi stinnandi og mýkjandi áhrif á húð og ár.“

„Humlarnir sem eru notaðir í böðin hafa mjög góð áhrif á líkamann þar sem þeir eru ríkir af Andoxunar efnum og Alfa sýrum. Olíurnar og örefnin úr plöntunni hafa bólgueyðandi áhrif og eru einnig notuð til að minnka roða í húð og hafa góð áhrif á æðakerfið.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun