Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Aron lék sér að leik­mönn­um Roeselare – Myndband

Fyrsta deildarmark Arons fyrir St. Gilloise í Belgíu var einkar laglegt.

Mynd/rusg.brussels

Aron Sigurðarson, leikmaður Union St. Gilloise, skoraði þriðja mark liðsins í 3-3 jafntefli við Roeselare í belgísku B-deildinni í dag.

Union St. Gilloise lék mjög vel í fyrri hálfleik og liðið komst yfir á 24. mínútu með marki frá Serge Tabekou. Þremur mínútum síðar tvöfaldaði Casper Nielsen forystu liðsins eftir undirbúning frá Aroni sem fékk boltann eftir stutta hornspyrnu.

Aron skoraði síðan einkar laglegt mark rétt undir lok fyrri hálfleiks en hann lék á hvern varnarmann á fætur öðrum áður en hann afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Allt afskaplega huggulega gert og markið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Botninn datt hins vegar úr leik St. Gilloise eftir leikhlé en Roeselare-liðið skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik og endaði leikurinn með jafntefli.

St. Gilloise er í fjórða sæti af átta liðum með 39 stig eftir 26 umferðir. Þetta var fyrsta deildarmark Arons með liðinu en hann var að leika sinn sjötta deild­ar­leik í Belgíu. Aron gekk í raðir St. Gilloise í þarsíðasta mánuði frá norska liðinu Start.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið