Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aron lék í dýrmætum sigri Cardiff

Aron Einar og liðsfélagar hans í Cardiff unnu mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aron í leiknum í kvöld. ÍV/Getty

Cardiff City vann í kvöld sér inn gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff í kvöld en var tekinn af velli á 55. mínútu.

Cardiff fór í kvöld í heimsókn til Brighton & Hove Albion og skoraði snemma leiks með marki frá Nathaniel Mendez-Laing af 25 metra færi. Aron og félagar fóru með 1-0 forystu inn í leikhléið.

Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik var það fyrirliðinn Sean Morrison sem tvöfaldaði forystuna fyrir Cardiff. Það reyndist síðasta markið í leiknum og 2-0 sigur staðreynd hjá Cardiff.

Með sigrinum lagar Cardiff stöðu sína í fallbaráttunni í deildinni en liðið er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti þegar fjórir leikir eru eftir af tímabilinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun