Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aron lék allan leikinn í svekkjandi tapi Cardiff

Svekkjandi tap hjá Aroni Einari og samherjum hans í Cardiff.

ÍV/Getty

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og samherjar hans í Cardiff þurftu að sætta sig við 1-2 tap á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Cardiff skoraði fyrsta markið leiknum snemma í seinni hálfleik. Aron Einar, sem spilaði allan leikinn í dag, átti þátt í marki Cardiff í dag en hann gaf knöttinn á Harry Arter sem síðan lagði upp mark fyrir Victor Camarasa.

Mark Cardiff gaf liðinu forystu þangað til feiknasterk lið Chelsea náði að jafna leikinn með skallamarki upp úr hornspyrnu á 85. mínútu. Cesar Azpilicueta skoraði markið fyrir Chelsea sem hefði átt að vera dæmt af vegna rangstöðu. Mistök þarna hjá aðstoðardómaranum.

Chelsea-liðið var ekki hætt og ætlaði sér að taka öll stigin þrjú.  Willian, leikmaður Chelsea, átti í viðbótartímanum fallega fyrigjöf á liðsfélaga sinn, Loftus-Cheek, sem skallaði síðan knöttinn í bláhornið af stuttu færi. Lokaniðurstaða 1-2 tap hjá Aroni Einari og félögum hans í dag.

Cardiff-liðið er ekki góðum málum eftir tapið í dag. Liðið er enn með 28 stig í 18. sæti, sem er fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun