Fylgstu með okkur:

Fréttir

Aron leikmaður um­ferðar­inn­ar

Aron fékk hæstu einkunn allra leikmanna í 26. umferð norsku 1. deildarinnar.

Mynd/BergensTidende

Aron Sigurðaron, leikmaður Start, er í úrvalsliði 26. umferðar í norsku 1. deildinni, og er þá jafn­framt leikmaður um­ferðar­inn­ar með hæstu einkunn allra, eða 8, fyrir frammistöðu sína í 7-1 stórsigri á Jerv um síðustu helgi.

Aron gerði sér lítið fyrir í leiknum og skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú.

Aron hefur komið að 26 mörkum fyrir Start á leiktíðinni, skorað þrettán mörk og lagt upp önnur þrettán, sem er stórkostleg tölfræði, en hann er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar.

Start, und­ir stjórn Jó­hann­es­ar Harðar­son­ar, hefur 55 stig og er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Sandefjord í öðru sætinu og tólf stig­um á eft­ir toppliði Álasundar, sem er gott sem búið að tryggja sér sæti í norsku úrvalsdeildinni að ári.

Mynd/obos-ligaen.no

Svipmyndir úr leik Arons um síðustu helgi eru hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir